Skip to content

Opinn og lýðræðislegur flokkur?

4 mars, 2009

Birti hér úrdrátt úr hálfgerðum leiðara í kynningarblaði Samfylkingarinnar um prófkjör í norðaustur kjördæmi. Höfundur textans er Jóhann Jónsson kosningastjóri. Breytingar á leturgerð er mínar.

„Kynjaregla flokksins verður viðhöfð þar sem annað kynið þarf að hafa lágmark 40% sæta framboðslistans. Einstaklingar af sama kyni skipi þó aldrei fleiri en tvö sæti í röð. Samfylkingin er opinn og lýðræðislegur flokkur og er óhræddur við að setja verk sín í dóm kjósenda. Sú leið að hafa prófkjör til Alþingiskosninga opið og um leið rafrænt sýnir að flokkurinn vill hlusta á kjósendur og nú gefst kjósendum kostur á að sýna vilja sinn í verki.“

Sem sagt, kjósendur sýna vilja sinn í verki svo lengi sem að annað kynið fái 40% sæta og að sama kynið skipi aldrei fleiri en tvö sæti í röð. Það er rosalega lýðræðislegt og opið allt saman. Þar sem prófkjörið er opið öllum þá get ég ekki séð að eitthvað komi í veg fyrir að fólk kjósi þá frambjóðendur sem því lýst á óháð kyni. En það er eins og Samfylkingin í norðausturkjördæmi haldi að fólk kjósi út frá kyni og ætli að koma í veg fyrir að það ráði för.

En ég spyr, ef fólk kýs eftir kyni, er eitthvað athugavert við það? Má fólk ekki kjósa eins og því sýnist? Er það hlutverk stjórnmálaflokka að skipta sér af því afhverju fólk kýs frambjóðendur? Ef einhverjir einstaklingar láta kynferði frambjóðenda þvælast fyrir sér þá verður bara að hafa það. Það eru svartir sauðir alls staðar og við hreinsum þá ekki út með því að takmarka vald kjósenda.

Já, maður hreinlega spyr sig!

No comments yet

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: