Skip to content

Dúnvesti

10 mars, 2009

Akureyri er áhugaverður bær með mikið af séreinkennum sem gaman er að fylgjast með og prufa. Sæm dæmi má nefna að ef þú pantar pylsu með öllu „slöngu með kremi“ þá færð þú kokteilsósu með. Búkollan er að sjálfsögðu fræg en það er pizza með bernaise, nautakjöti og frönskum, svo hafa Akureyringar þann háttinn á að þeir eiga það til að setja franskar inn samlokur, báta og hamborgara. Rauðu ljósin á umferðarljósum bæjarins eru hjartalaga og það er líka risastórt hjarta úr ljósaseríu í hlíðinni hinumegin í firðinum. Á laugardögum panta allir pizzu á Greifanum, Jóni Spretti, Tikk Takk, Bryggjunni en helst ekki Dominos. Hér kostar stór pizza með þremur áleggstegundum á bilinu 1390-1590 kr.

En það sem vekur kannski mesta eftirtekt hér nyðra er Cintamani dúnvestismenning kvenna. Hér gengur  u.þ.b. 1/4 hluti kvenna í svokallaðri „Elínu“ eða „Elísu“. Í meðalferð í Bónus eða Glerártorg sér maður á bilinu 4-6 dúnvesti. Ég hef líka heyrt frá vinkonum mínum hér að það sé til einhver týpísk akureyrísk stelpuklipping en sem alvöru karlmaður get ómögulega greint hana frá öðrum stelpuklippingum. Meðfylgjandi er mynd af dúnvestinu margfræga og hvet ég alla þá sem eiga leið sína norður að telja hveru mörg þeir sjá.

17 athugasemdir leave one →
 1. 10 mars, 2009 5:30 e.h.

  það er ekki bara klipping heldur líka augabrúnirnar, þær eru allar með eins augabrúnir! Það er eins og snyrtistofurnar hérna séu með svona staðalað augabrúnadæmi fyrir þær sem eiga cintamani dúnvesti…

 2. 10 mars, 2009 5:40 e.h.

  sorglegt…

 3. Tinna permalink
  10 mars, 2009 6:41 e.h.

  JÁ! Takk Þuríður! Ég leyfi mér að alhæfa hressilega og segja að nær allar stelpur og ungar konur á Akureyri eru með hressilega litaðar augabrúnir (tótallí litun og plokkun tvisvar í mánuði) og þar að auki eru gervineglur algeng sjón á fingrum þeirra. Ég myndi kannski ekki segja að það væri nein ein klipping, meira svona smábæjarklippingarstíll; aðeins of stílað, aðeins of miklar styttur, aðeins of mikill og ónáttúrulegur litur, helst allt í einu. Småstadsfrillan er líka þekkt hér í Svíþjóð.

 4. Tinna permalink
  10 mars, 2009 6:42 e.h.

  Þetta með dúnvestin er btw sjúklega fyndið. Eru þau að flengja flíspeysurnar?

 5. 10 mars, 2009 7:09 e.h.

  jú það er sko ein klipping, og einn litur sem er samt meira svona marglitur, aflitað og dökkt undir eða á hliðunum, mjög tötff, stutt öðru megin og sítt hinum megin, stutta dökkt og síða ljóst… garantíað mjög kúl, ég fór einu sinni í klippingu hérna og það var 2005, þá fékk ég svona klippingu ég hef ekki hætt mér síðan…

 6. 10 mars, 2009 7:12 e.h.

  æji þetta var samt Þuríður en ekki Benedikt..

 7. 10 mars, 2009 7:50 e.h.

  Ætla ekki að tjá mig um dúnvesti eða hártísku.

  Vill hinsvegar koma með smá fróðleiksmola;
  Hér í Kaupmannahöfn er líka hægt að versla sér Búkollu á flestum pizzastöðum (öllum nema Dominos og Pizza Hut). Líklega yrði þó horft undarlega á mann ef maður pantaði Búkollu, biðji maður um Matador fær maður þó einmitt eina slíka.

 8. Sunna Hermannsdóttir permalink
  10 mars, 2009 9:24 e.h.

  HAHAHA!

 9. 10 mars, 2009 10:28 e.h.

  Tinna: Ég hef barasta ekki tekið mikið eftir flíspeysum hér nyðra en ég persónulega var að eignast Hótel Reynihlíð flíspeysu sem ég mun ábyggilega brúka mikið á köldum sumarnóttum í sveitinni…

 10. Gylfi permalink
  10 mars, 2009 10:56 e.h.

  Var þetta Benni núna?

 11. 10 mars, 2009 11:02 e.h.

  Jább, það er langt síðan ég eignaðist mína fyrstu hótel reynihlíðar flíspeysu….

 12. Tinna permalink
  11 mars, 2009 8:13 f.h.

  Köldum sumarnóttum í sveitinni? Ég verð að viðurkenna að þessi setning gengur ekki upp í mínum huga, hvað áttu eiginlega við?

 13. 13 mars, 2009 3:21 e.h.

  Annað hvort er þetta brjáluð ættjarðarást, tinna mín (kannski sér í lagi ást á Mývatni og sveitum norðursins), eða brjáluð kaldhæðni 😉

  ohh hvað ég væri nú annars til í eina búkollu ha…

 14. Helgi Þór permalink
  13 mars, 2009 4:12 e.h.

  Ég á svona dúnvesti !

 15. Tinna permalink
  13 mars, 2009 5:38 e.h.

  Þetta var sagt í fúlustu alvöru.

 16. 16 mars, 2009 9:23 f.h.

  Ég skal umorða fyrir hana Tinnu:

  „Svölum maí og september nóttum!“

 17. Mæs permalink
  16 mars, 2009 8:11 e.h.

  FOKKKK ég var búin að komenta svo fínt!! þessi síða er með bullandi kjaft, anskotinn bara!

  segi þér kommið næst þegar ég sé þig bara

  Djöfull .. nafn (krafist) netfang (krafist) ég gerði ekki netfangið .. kjaftæði!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: