Skip to content

Færslur sem eiga eiginlega heima á Fésinu

16 mars, 2009

Það er gott að vita að SkjárBíó er búinn að komast að því að fræðsluefni um Vestfirði er leiðinlegt sjónvarpsefni. Mig langar samt rosalega að fá að vita hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu. Er allt fræðsluefni leiðinlegt eða bara það sem fjallar um landsbyggðina?

Afhverju ætti maður að treysta á efnahagslausnir Tryggva Herbertssonar þegar hann tók lán hjá Askar Capital fyrir 150 milljón hlutum í Askar Capital með veði í hlutabréfunum sjálfum þegar hann var ráðinn forstjóri Askar Capital!

Mig langar ofboðslega að fá mér bjór með Tómasi, Bigga og Arnari og nöldra um allt milli himins og jarðar.

Ég veit ekki hvort ég geti horft á Ísland-Makedónía án Bigga og Magna.

Mér finnst að Haukur Sigurðsson eigi að klippa á sér hárið og raka af sér „skeggið“.

Þeir sem vilja sjá Cintamani dúnvesti í „action“ er bent á að smella hér.

10 athugasemdir leave one →
 1. 16 mars, 2009 10:21 e.h.

  Vantar nákvæmlega smá nöldur í líf mitt núna – Benni hvar ert þú nú eiginlega?? 🙂

  Sammála með Hauk.

  Hresst myndband frá Cintamani. Örugglega skemmtilegra kynningarefni en frá HÍ..

 2. 16 mars, 2009 10:54 e.h.

  Ég er ekki sammála með Hauk. Ég er að fíla skeggið og hárið!

 3. judith amalia permalink
  16 mars, 2009 11:07 e.h.

  Hellúú…

  Datt inná bloggsíðuna í gegnum fésbókina hjá þér Benni og flissa yfir cintamani umræðunni… þið eruð svo hnittin!
  Hvað segir háskólapilturinn í auglýsingunni – Brennivínsís? þá held ég að það veiti sko ekki af dúnvesti eða hvað?!
  Það er reyndar spurning hversu lengi flíspeysurnar þjóðkunnu duga…

  alltílagi
  bless
  judith amalía

 4. 16 mars, 2009 11:21 e.h.

  þarf ég að fara að leyfa þér að nöldra upphátt heima semsagt?

 5. Tinna permalink
  17 mars, 2009 9:53 f.h.

  Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að skegg fari fæstum ungum mönnum vel. Það er nægur tími til að líta út eins og gamall karl þegar maður er orðinn gamall karl.
  Haukur er samt alltaf sætur.

 6. Magni permalink
  17 mars, 2009 9:57 f.h.

  Ég sakna Njálsgötunnar í hvert skipti sem ég horfi á handbolta. Mér er líka meinað að æsa mig yfir íþróttum heima.

 7. Helgi Þór permalink
  17 mars, 2009 2:31 e.h.

  Ég skal sko vera memm í þessu bjórnöldri

 8. 17 mars, 2009 4:21 e.h.

  Ég er búinn að klippa mig og kominn með mullett!

 9. Tinna permalink
  17 mars, 2009 5:16 e.h.

  LIKE!

 10. Gylfi permalink
  17 mars, 2009 5:20 e.h.

  Ég fékk einu sinni, þegar ég var skíðagönguþjálfari, dúnúlpu frá skíðafélaginu. Ermunum var hægt að renna af. Ég gerði það og úr varð dúnvesti. Þetta þótti mér þægilegt í skíðagöngu, því þá er mikilvægt að maður geti hreyft hendurnar vel. Þess utan eru dúnvesti einkar óhentugur klæðnaður. Þetta segi ég og skrifa, þó ég sé jafnan kallaður ‘Gylfi vesti’ af fólki sem er mér rétt málkunnugt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: