Skip to content

Leikur að tölum…

27 mars, 2009

Fátt fer meira í taugarnar á mér þessi vordægrin en skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka og fréttir tengdar þeim. Flestar ef ekki allar þessara kannana eru ómarktækar á svo mörgum sviðum. Hver kannast ekki við setninguna: „32% þjóðarinnar myndir kjósa Samfylkinguna ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri könnun frá Gapacent-Gallup“ En hvað er á bakvið svona fullyrðingar?

Tökum smá dæmi (hafa ber í huga að undirritaður er læra aðferðafræði og upplýsingarýni á háskólastigi)

Dæmið okkar er skoðanakönnun sem Capacent-Gallup tók fyrir Rúv og Morgunblaðið dagana 11-17 mars 2009.

Spurt var:

„Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?

Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“

Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“

Ég gæti verið með langt nöldur um þessar spurningar en dæmi bara hver fyrir sig.

Úrtakið 1555 manns og svarhlutfall 62,5% eða 971 einstaklingar 18 ára og eldri

Af þessum 971 einstaklingum taka 71,7% afstöðu til spurningana eða 696 einstaklingar.
Af þessari tölu (696) finnur Gallup út fylgi stjórnmálaflokkana en tekur ekki með í reikningin þá sem ætla að skila auðu, neita að svara eða eru óákveðnir.

Svona lítur dæmið út ef fylgið er reiknað út frá þeim er tóku afstöðu (birt svona í fjölmiðlum):

konnun-gallup

En svona lítur dæmið út ef fylgið er reiknað út frá öllum sem svöruðu. (971 einstaklingur):

konnun-bhe1

Þeir sem ætla að skila auðu eru stærra stjórnmálaafl en Framsóknarflokkurinn sem einhverjum gæti þótt merkilegt.

Ég hvet fólk til að gagnrýna svona kannanir og horfa lengra en bara á myndritið sem birtist á mbl.is

Allar tölur og myndrit eru birt með fyrirvara og vitleysur og reiknimistök.

7 athugasemdir leave one →
 1. Dóróthea permalink
  28 mars, 2009 10:36 f.h.

  Hvernig geta 9.47% þeirra sem svöruðu spurningunni neitað að svara?

 2. Gylfi permalink
  28 mars, 2009 12:10 e.h.

  Sæll,
  það kemur ekki fram í þessari frétt
  (http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/28/tekjuhair_faera_sig_um_set/) hversu margir eru í úrtakinu. Ég hef grun um að heildarúrtakið sé lítið, og að fjöldi þeirra sem hafa þá tekjur yfir 800 þús sé enn minni.

  Hver er skoðun síðuhaldara?

 3. 28 mars, 2009 3:38 e.h.

  Dóróthea: Svarhlutfall er 62,5 % en þýðir (samkvæmt skilningi mínum og Þuríðar á gögnum frá Gallup) að þeir sem taka upp símann og sega halló eru partur að svarhlutfallinu þótt þeir neiti að gefa upp svar. En það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér en það þýðir bara að Gallup setji tölur sínar illa fram 🙂

 4. 28 mars, 2009 3:47 e.h.

  Gylfi: Það á alls ekki að tak mark á þessari könnun sem þú nefnir. Við fáum engar upplýsingar um úrtak, svarhlutfall eða aldursbil. Þetta er léleg fréttamennska af hálfu mbl.is því ég kýs að trúa því að Gallup gefi könnuna frá sér með fyrrgreindum upplýsingum. Það er allavega lágmark að hafa tengil á pdf skjalið…

  Að auki vitum við ekki hvort að það sé jafnmikill fjöldi í hverjum launabili. Þ.e.a.s. rétta aðferðin væri að spyrja 500-1000 manns í hverju launabili hvað þau myndu kjósa en mig grunar að Gallup hafi spurt 500-1500 manns hvað þau myndu kjósa og svo hvað þau hafa í laun og dragi ályktanir út frá því. Sem er klárlega ekki góð aðferðarfræði.

 5. Dóróthea permalink
  28 mars, 2009 3:52 e.h.

  Já okei, skil. Semsagt, með því að skil auðu eða vera óákveðinn ertu ekki að taka afstöðu til spurningarinnar skv. skilgreiningu Gallup. Got it.

  Já, sammála. Asnalegt að taka þá ekki með.

 6. 16 apríl, 2009 2:23 f.h.

  Ertu ennþá pirraður?

  Ég vill sjá nýtt blogg.

 7. Tinna permalink
  18 apríl, 2009 12:44 e.h.

  Tek undir með síðasta ræðumanni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: