Hvenær er barn ekki lengur barn?
Fréttin um stúlkuna sem var keyrð upp í Heiðmörk og hún þar barinn til óbóta af 7 jafnöldrum hennar (15-16 ára) reitir mig til reiði. Þessar stúlkur sem lömdu hana verða að fá almennilega refsingu, ekki skilorðsbundin dóm eða brottrekstur úr skóla. Ef unglingar hópa sig saman til að berja einhvern einn einstakling þá eru þau ekki börn lengur og eiga að vera dæmd eins og fullorðnir. Ef þær fá ekki refsingu við hæfi þá munu svona atvik aukast. Við höfum séð sem slagsmálin í Keflavík þar sem strákur sem æfði box barði skólabróður sinn í höfuðið. Að ógleymdum slagsmálum í Kringlunni og á Lækjartorg sem rötuðu á Youtube. Unglingar verða að sjá að svona hegðun hefur meiri afleiðingar en skilorðsbundin dóm eða missa úr skóla í nokkrar vikur.
Samkvæmt sérfræðingi í svona dómsmálum þá telur hún ekki líklegt að gerendur fái harðan dóm. Líklegast væri skilorðsbundin dómur.
En kannski hljóma ég bara eins og æst húsmóðir í Vesturbænum 🙂
haha….já ég er húsmóðir í vesturbænum;)…..og alveg hjartanlega sammála þér (kannski ekki æst…en þúst…jú) !!!
Skemmtilegt innlegg, Benni.
Það vill svo til að ég er ósammála þér í nánast öllu, nema að þú hljómir eins og húsmóðir í Vesturbænum.
Hópur 15-16 ára stelpna batnar ekki við það að fara í fangelsi eða vera rekin úr skóla. Ég skil iðratilfinninguna um að refsa þurfi — að jafna þurfi um metin — en þá tilfinningu þarf að dempa mjög með heilbrigðri skynsemi. Markmiðið hlýtur að vera að betra stelpurnar og minnka líkur á að þær geri svonalagað aftur, og ef þær fara í fangelsi verða þær komnar út eftir 5 ár skemmdar og geta aldrei fengið almennilega vinnu. Hvar ætli það endi?
Kolbrún Halldórs, besta vinkona þín, talaði um þennan boxgaur nýlega og sagði að það væri augljóst að afleiðingar þess að leyfa box hafi komið fram. Vandamálið við þessa röksemdafærslu er að fólk er ekki dregið af handahófi í box, heldur velur fólk að fara í box. Þeir sem hafa slagsmálakenndir eru því, að jafnaði, líklegri til að fara í box en aðrir. Og það er raunar betra, því kannski fá margir þeirra útrás fyrir þær kenndir inni í hringnum.
Fráhrindiafl harðra dóma er stórlega ofmetið. Það á kannski við í hvítflibbaglæpum (eða glæpum sem við fremjum daglidags eins og að vinna einhver smáverk svart), en ekki í svona heiftarglæpum. Þeir sem fremja svona glæpi eru hættir að hugsa rökrétt (ella myndu þeir ekki þetta) og er því drullusama um afleiðingarnar.
(Ég gúgglaði deterrence effects violence og fékk þessa grein (http://www.cdc.gov/mmwr/preview/mmwrhtml/rr5609a1.htm) sem mér sýnist segja að glæpir aukist þegar lög eru hert. Ætli það þurfi ekki smá tíma til að pæla í gegnum netið og finna eitthvað léttlesið og áreiðanlegt.)
Reiði er skiljanleg tilfinning, en þegar hún breytist í hefndarþorsta er málið orðið allt annað og kannski betra að hita sér te, horfa á myndbönd á jútjúb af köttum að spila á píanó og rifja upp að allir gera nú allt mistök, spurningin er bara hvernig við gerum það besta úr hlutunum.
Gylfi minn, ég er sammála þessu alveg út í eitt. Mig langaði bara að skrifa mína reiði niður og lét allt flakka. Ég veit að það gengur ekki til lengdar að herða refsingar. Gott dæmi eru fíkniefnamál. Mig langar bara að þessar stúlkur fái makleg málagjöld, hvort sem það standist einhver rök eða ekki og sé samfélaginu ekki til hagsbóta. Ég veit að það þýðir ekki að refsa þeim harkalega en mig langar það samt!
Það þarf greinilega að fara í gang með eitthvað „ekki berja fólk“ átak…
..fáðu þér moggablogg 😉