Af lífinu
Það er mikið að gerast þessa dagana og lítill tími fyrir bloggfærslur. Þannig að ég skelli núna í eina svona „hvað er að gerast hjá mér?“ færslu. Gessovell
Ég er sem sagt búinn með skólann. Skilaði öllum verkefnum og tók öll próf og gekk bara nokkuð vel og er ég mjg sáttur við önnina. Ég hefði nú ekki getað það án allrar hjálparinnar frá Þuríði því að hún gaukaði að mér gömlum verkefnum og prófum og var mér mikil stoð og stytta í gegnum allt námið.
Af Þuríði er hins vegar ekki alveg allt gott að frétta. Í lok apríl fór hún að mælast með háan blóðþrýsting og var kominn með frekar mikinn bjúg. Henni var ráðlagt að leggjast fyrir heima við og gera ekki neitt. Bara að fara á klósettið og í sturtu. Ég tók yfir stjórn á heimilinu og hefur það tekist bara nokkuð vel. Svo á mánudaginn síðasta fórum við í skoðun upp á fæðingadeild og þar mældist hún enn með of háan blóðþrýsting ásamt því að mælast með prótín í þvagi og vera ennþá frekar bjúguð. Hún var lögð inn í sólahring til að fylgjast betur með blóðþrýsing og skoða þvag. Eftir sólarhring var ákveðið að halda enni í einn í viðbót. Eftir tvo sólarhringa sagði læknirinn okkar að Þuríður væri með meðgöngueitrun og nokkuð alvarlega í þokkabót. Hún var lögð inn til frambúðar og fer ekki heim fyrr en barnið kemur í heiminn. Læknirinn sagði okkur þau ætluðu að reyna að bíða í tvær vikur með að láta barnið fæðast. Þá verður Þuríður kominn tæpar 36 vikur. En ef blóðþrýstingur heldur áfram að hækka ásamt því að Þuríður fái verki í kvið og mikinn hausverk þá muni þau byrja fæðingu fyrr. Læknirinn sagði öruggt að barnið muni ekki fæðast í júní. Þuríður var sett 20. júní. En Þuríður er sjálf hress og barnið mælist í góðu lagi, fínn hjartsláttur og hreyfingar.
Þetta setti að sjálfsögðu smá strik í reikningin. Við vorum að vísu búinn að redda ýmsu, bílstól, bleyjur og eitthvað af fötum. En barnavagninn, barnarúmið ásamt mörgu öðru var búið að kaupa en voru ennþá í Reykjavík. Ég þaut því suður í gær og fór í það ásamt tengdó að redda öllu sem redda þurfti. Pétur pabbi hennar Þuríðar var að koma að utan og var bílinn hans fylltur af fyrrnefndum hlutum ásamt fullt af öðru. Það var líka alltaf vitað að ég þyrfti að koma suður um miðjan maí til að taka saman restina af mínu dóti sem er ennþá hjá Bigga. Þannig að ég keyri heim á morgun með fullan bíl af kössum og alls kyns gersemum.
En svona er þetta. Það verður ekki á allt kosið. Sonurinn kemur fyrr en áætlað var og ekkert að gera við því nema að undirbúa sig vel. Ég hef það hlutverk að vera stoð og stytta. Ég þarf að gera heimilið klárt og passa að Þuríður þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu. Og þannig verður það. Svo hef ég góða að fyrir norðan sem eru tilbúnir að hjálpa okkur með hvað sem er.
æ æ….vona að allt verði í lagi og gangi vel….þú ert líka ábyggilega ein besta stoð og stytta sem hægt er að hugsa sér!
Góðar kveðjur
Hilda
Stattu þig Bennalingur! Þú átt eftir að massa þetta, ekki spurning. Góðar kveðjur frá Argentínu.
Og svo er bara komið barn! barabúmm!
Jámm ætlaði að segja það sama og nafna mín… bara kviss bamm búmm .. benni pabbi
Get ekki beðið eftir að sjá framan í frumburðinn og reyndar þig líka 🙂
Sjáumst fljótlega.
Hafðu það sem best og gangi ykkur vel í nýjum verkefnum 😉
Kv. Helgi Þór