Skip to content

Bílastæði

21 september, 2010

Að finna hið eina rétta bílastæði, bílastæðið sem skilar okkur sem fyrst inn á tilætlaðan áfangastað, er vanfundin hamingja. Þegar maður keyrir af stað leiðir maður strax hugann að því hvar eða hvort maður fái bílastæði á þeim stað sem maður óskar sér. Bílastæði eru eins og kynlíf, þau láta mann gleyma stað og stund, öll rökhyggja og skynsemi flýgur út um gluggann og frumeðli mannskepnunar brýst fram með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er nefnilega svo að þegar fólk hringsólar um bílastæðahús og lóðir þá eyðir það miklu meiri tíma í að finna rétta bílastæðið í stað þess að leggja bara í fyrsta lausa stæðið og ganga þaðan. En það er einhver frumhvöt sem gerir það að verkum að við verðum að finna þetta stæði, þá höfum við sigrað bílastæðaplanið og alla hina ökumennina. Ef það gengur hins vegar ekki að finna bílastæðið þá tekur við örvænting og óhamingja, hjartslátturinn eykst og blóðþrýstingur hækkar, blótsyrði sem maður lærði af forfeðrum sínum smjúga í hálfum hljóðum í gegnum samanbitnar varirnar. ,,Andskotinn, ég legg bara hér!”. Og viti menn, maður er búinn að leggja ólöglega. Að leggja ólöglega er eins að nota ekki smokk við skyndikynni. En af hverju leggur fólk þar sem er bannað að leggja, þar sem bílar eiga ekki að vera?
AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU EKKI NÆG BÍLASTÆÐI
Og af því að fólk virðir ekki leikreglur samfélagsins, maður stoppar á rauðu, hleypir fólki yfir við gangbraut, keyrir ekki á 90 innanbæjar, maður notar bílbelti, talar ekki í símann í akstri, keyrir ekki fullur og leggur ekki þar sem ekki má leggja. Ekki vera karlinn sem keyrir um á risastórum Ford pallbíl og leggur alltaf beint fyrir utan áfangastað sinn burtséð frá því hvort að þar sé stæði eða ekki. Ekki viltu vera eins hann í framtíðinni. Er það?
Nú er þessi pistill skrifaður þar sem undirritaður mætti seint í tíma þar sem hann fann ekki bílastæði fyrr en í næsta póstnúmeri. Þegar ég byrjaði í Háskólanum á Akureyri þá var bílastæði eitt stórt malarhaugur en næg voru bílastæðin. Núna er hins vegar búið að malbika, helluleggja og gróðursetja. Bílastæðum hefur fækkað á kostnað fegrunar á bílaplani. Ég vil fá malarhauginn aftur!

No comments yet

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: