Skip to content

Ég var einu sinni nörd…

25 mars, 2009

Þegar ég var yngri þá átti ég það til að setja saman flugmódel sem þá fengust í Bimbó. Þetta var ágætis afþreying þótt að ég hefði aldrei haft þolinmæði í að klára verkið, þ.e.a.s. klára að setja límmiðana á vélarnar. Einu sinni fékk ég módel af fiskibát í jólagjöf frá afa og það þótti mér snilldargjöf og fór strax að setja saman bátinn. En þar endurtók sig sama sagan og með flugvélarnar. Þegar það kom að því að klára smáatriðin þá brast þolinmæðin og ég hætti. Ég fékk endrum og eins líka tækni Lego í gjafir eða keypti mér sjálfur og oftast nær kláraði ég þær smíðar og þegar ég geng í gegnum leikfangaverslanir þá stoppa ég oft við Lego rekkann og læt mig dreyma um að kaupa gröfuna, kranabílinn eða ýtuna. En þar sem svona flott tækni Lego kostar á bilinu 10.000 – 30.000 þús þá hef ég sleppt því.

Í dag fórum við Þuríður á Glerártorg í RL búðina og komum við í Toys R us í leiðinni, þar var tækni Lego vörubíll á tilboði 8.999 kr og munaði minnstu að ég hefði keypt gripinn. Það eina sem stoppaði mig var Mastercard reikningur síðasta tímabils sem ég þarf að borga eftir nokkra daga. En þegar ég kom heim fór ég beint á netið til að skoða úrvalið í tækni Legoi á Íslandi en eftir smá leit kom í ljós að það er ekki mikið og eins og fyrr segir, frekar dýrt. Þannig að ég snéri mér að tomstundahusid.is og skoðaði hin ýmsu módel sem þar er að finna og sú skoðun endaði með því að ég keypti 1 stk skipamódel nánar tiltekið, Hollenskt flutningaskip frá árinu 1628. Hér má finna upplýsingar um vöruna og að neðan er mynd af gripnum. Nú er bara að bíða eftir sendingunni og biðla til Þuríðar um vinnupláss 🙂

3 athugasemdir leave one →
  1. Dóróthea permalink
    25 mars, 2009 8:04 e.h.

    Geturu ekki notað aukaherbergið undir módelsmíðina? A.m.k. þangað til króginn heimtar sitt pláss.

  2. Aðalbjörg permalink
    26 mars, 2009 4:59 e.h.

    Núna langar mig í flugvélamódel, það er svo gaman að dunda sér við svona föndur.

  3. Tinna permalink
    27 mars, 2009 1:10 e.h.

    Ég er snillingur í svona feng shit sköpun, þ.e. finna mér eitthvað nýtt/rifja upp gamalt áhugamál sem krefst pláss og draslar út. Byrja ógó spennt að föndra og dunda, gefast svo upp eftir einn eða tvo daga og skilja svo föndurdótið eftir á stofuborðinu í tvær vikur áður en það fer ofan í kassa. Nú langar mig að hella mér í módelsmíði!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: