Davíð og Moggafárið
Þá er maður búinn að lesa fréttirinar, hlusta á fréttirnar, viðtöl og fylgjast með statusstríði á Snjáldurskinnu. Það er forvitnilegt hvað fólk er fljótt að leggjast í skotgrafirnar og fleygja rökhugsun sinni beint á haugana þegar talið berst að Davíð Oddsyni.
Útgefendur Moggans mega að sjálfsögðu ráða þann sem þeir vilja í starf ritsjtóra, enginn efast um það. En það sem fólk er að benda á er hagsmunaárekstur þegar kemur að umfjöllun um fréttir tengd, hruninu, seðlabankanum og Sjálfstæðisflokkun sem dæmi. Blaðamaður sem er að fjalla um aðgerðir fyrverandi Seðlabankastjóra í aðdraganda hrunsins lendir í því að sá aðili ritstýrir honum. En þegar þetta dæmi er sett fram þá hlaupa Dabba menn upp til handa og fóta.
Guðmundur Guðjónsson segir: „Fólk eru fífl. Fólk að segja upp mogganum í tonnavís afþví að Davíð er þar, en á sama tíma eru þúsundir manna með áskrift að Stöð 2 sem er í eigu eins af mestu glæpamönnum þjóðarinnar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Kræst“
Gunnar Atli Gunnarsson segir: „Á ekki Jón Ásgeir ennþá Stöð 2 og Fréttablaðið ? Ég held að fólk ætti að hafa meiri áhyggjur af trúverðuleika þessara miðla en Morgunblaðsins.“
Sem sagt, rökin fyrir því að það sé eðlilegt að Davíð sé ritstjóri Moggans eru þau að Jón Ásgeri eigi Stöð 2 og Fréttablaðið. Með sömu rökum má segja að ef fólk finnst eðlilegt að Davíð sé ritstjóri þá sé allt í lagi að Jón Ásgeir eigi Stöð 2 og Fréttablaðið.
Það er engin að segja að það sé gott eða eðlilegt að Jón Ásgeir eigi Stöð 2 eða Fréttablaðið en Dabba menn benda á Jón Ásgeir og segja: „Hann er að gera það, afhverju megum við það ekki líka?“
Afhverju geta stuðningsmenn Davíð ekki séð að það að það er í besta falli vafasamt og í versta falli rangt að Davíð sé ritsjóri eins stærsta fjölmiðils landsins. Alveg jafn vafasamt og slæmt og að Jón Ásgeir eigi Stöð 2 og Fréttablaðið. Ég man ekki betur en Davíð sjálfur hafi sagt að ekki væri æskilegt að auðmenn (lesist Jón Ásgeir) eigi fjölmiðla. Nú er sú staðreynd að auðmaður eigi fjölmiðil helsta vörn aðdáenda Davíðs.
Ég ætla ekki að hætta að lesa mbl.is eða Morgunblaðið en ég mun setja upp sömu tortryggnisgleraugu og ég nota við lestur Fréttablaðsins, visir.is og dv.is.
Þegar fólk les, horfir eða hlustar á fjölmiðil þá á það alltaf að hafa í huga, hver á þá og hver stýrir þeim.
Svo finnst mér skrýtið að engin spyrji út í þá hagræðingu að Mbl reki 1 ritstjóra (sem hlýtur að fá borgaðan uppsagnarfrest eða starfslokasamning) og ráða 2 í staðinn.
Svo kæmi nú ekki á óvart ef Davíð væri enn á eftirlaunum sem fyrrverandi ráðherra OG seðlabankastjóri. Þeir hefðu líka getað rekið færri starfsmenn og sleppt einum ristjóranum.
Davíð er á eftirlaunum sem fyrrverandi ráðherra. Og það kæmi mér ekki á óvart að hann sé líka á einhverjum starfslokasamning vegna seðlabankans.
ÉG BARA HATA ÞETTA ALLT OG ÉG GET EKKI HÆTT AÐ SKO OHH SHIT SKO ÉG BARA FOKK.. HATA ÞETTA DÆMI ALLTTTT !!!
Tilfinningaveran sem ég get verið
ég er sammála Helga Þór
og þetta var ég Þuríður kærasta
Like.
Og smá geisp.
Hei, ég nenni ekki að tala neitt rosa mikið meir um Dabba, bara eitt hérna, á Facebook í gær sagði mætur maður eftirfarandi:
„Núna er morgunblaðið augljóslega orðið ómerkilegur snepill íhaldsins !!!“
Nú fyrst? Hafa vinstrimenn ekki alltaf haft horn í síðu moggans fyrir það að vera hægrisinnað íhaldsblað? Hverju breytir það þó Dabbi sé ritstjóri?
Það er sannarlega nauðsynlegt að lesa alla fjölmiðla með gagnrýnum augum og mjög gott að vita hverjir mögulegir hagsmunir ritstjóra og eigenda eru. Ég ætla ekki að hætta að lesa mbl.is né hætta að gera sunnudagskrossgátuna. Ég ætla áfram að lesa fréttir á rúv.is og eyjan.is. Vísi mun ég hins vegar áfram sniðganga, það kemur eigendunum svo sem ekkert við heldur hef ég ímugust á þeirri gríðarlegu kvenfyrirlitningu sem má finna í slúðurfréttunum þeirra – myndir.
Tökum svo upp léttara hjal, bloggaðu um barnið eða eitthvað!